Stjórnmálamenn þurfa oftar frí, ekki sjaldnar.
Ef þeir fara ekki í frí lokast þeir inni, festast með nefið í viðfangsefnum dagsins.
Við þurfum stjórnmálamenn sem fara í frí, ferðast í útlöndum, hafa tíma til að lesa bækur, hitta fólk – en sitja ekki bara eilíflega lokaðir inni á fundum eða innan um skjalabunka.
Það er ekki svo langt síðan að þingmennska taldist varla vera fúll tæm djobb. Þá voru þrír ráðherrar. Nú eru ráðherrarnir tólf – og meira að segja varaborgarfulltrúar í Reykjavík teljast nánast vera í fullu starfi