Það er ekki sérlega sniðugt á þessum tíma að hafa forsætisráðherra sem vill helst ekki ræða við útlenda fjölmiðla og reynir að laumast inn um bakdyrnar hjá Evrópusambandinu þegar hún fer í heimsókn þangað.
Það er eins og hún skilji ekki að þegar komið er á þetta stig í pólitíkinni skiptir ansi miklu máli að kunna að koma boðskap sínum á framfæri. Fréttamyndir geta líka verið mikilvægar
Það er sjálfsagt að gagnrýna Jóhönnu fyrir þetta.
En svo eru til þingmenn sem virðast gjörsamlega hafa misst stjórn á sér, samanber Vigdísi Hauksdóttur framsóknarkonu:
„Komið hefur fram að forsætisráðherra hafi hafnað því að ræða við erlenda blaðamenn að fundi loknum í gær og er haft eftir blaðamönnum að slík framkoma sé einsdæmi og þeir sem hafna viðtali við blaðamann eftir fundi með forseta framkvæmdastjórnarinnar eru jafnan einræðisherrar frá Mið-Asíu. Hæstv. forsætisráðherra hefur því smánað þjóð sína með þessum hætti, þ.e. sé hún fulltrúi þjóðarinnar þarna úti á þessum fundum.“