Það er athyglisvert að skoða hversu mikið af fólki sem er í stjórnmálum á Íslandi kemur úr stúdentapólitíkinni í Háskóla Íslands. Listinn er ansi langur, bæði yfir þingmenn og ráðherra, og líka áhrifamenn í viðskiptalífi.
Í Háskólanum lærir ungpólitíkusarnir tökin og skipa sér í lið.
Þess vegna er hressandi að sjá framboð sem kallar sig Skrökva komast í oddaaðstöðu í stúdentastjórnmálunum. Efsti maður á lista Skrökvu segir einmitt:
„Stúdentaráð hefur verið eins konar æfingabúðir fyrir frama í landspólitíkinni.“