Vinur minn sem fylgist vel með fótbolta sagði mér eitt sinn að forráðamenn ensku félaganna legðu mikla áherslu á að koma leikmönnum sínum í hjónaband með góðum stúlkum.
Það væri algjört lykilatriði.
Leikmennirnir eru ungir karlmenn, ekki sérlega vel menntaðir, en allt í einu eru þeir með fullar hendur fjár. Ef þeir eru ekki undir ströngu aðhaldi er hætt við að það séu nokkur áhugamál sem taki yfirhöndina:
Hraðskreiðir blílar, fjárhættuspil, konur og að pissa í blómapotta.
Þegar vinur minn nefndi hið síðastnefnda átti hann væntanlega við skemmtanalífið, þegar ungir karlmenn, fullir af testósteróni, skemmta sér er hætt við að ýmislegt fari úr böndunum.
Mér varð það á í gær að stilla á sjónvarpsstöðna Sky. Þar var stanslaus umfjöllun um framhjáhald fótboltamannsins Johns Terry. Það er meira að segja búið að draga Eið Smára Guðjohnsen inn málið. Það var kallað á ýmiss konar álitsgjafa sem sögðu skoðun sína. Eins og þetta sé alvörufrétt.
Sem það er auðvitað ekki. Þetta er bara dressað upp eins og alvöru. Kemur ekki nokkrum manni við.