fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Dressað upp eins og alvöru

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. febrúar 2010 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinur minn sem fylgist vel með fótbolta sagði mér eitt sinn að forráðamenn ensku félaganna legðu mikla áherslu á að koma leikmönnum sínum í hjónaband með góðum stúlkum.

Það væri algjört lykilatriði.

Leikmennirnir eru ungir karlmenn, ekki sérlega vel menntaðir, en allt í einu eru þeir með fullar hendur fjár. Ef þeir eru ekki undir ströngu aðhaldi er hætt við að það séu nokkur áhugamál sem taki yfirhöndina:

Hraðskreiðir blílar, fjárhættuspil, konur og að pissa í blómapotta.

Þegar vinur minn nefndi hið síðastnefnda átti hann væntanlega við skemmtanalífið, þegar ungir karlmenn, fullir af testósteróni, skemmta sér er hætt við að ýmislegt fari úr böndunum.

Mér varð það á í gær að stilla á sjónvarpsstöðna Sky. Þar var stanslaus umfjöllun um framhjáhald fótboltamannsins Johns Terry. Það er meira að segja búið að draga Eið Smára Guðjohnsen inn málið. Það var kallað á ýmiss konar álitsgjafa sem sögðu skoðun sína.  Eins og þetta sé alvörufrétt.

Sem það er auðvitað ekki. Þetta er bara dressað upp eins og alvöru. Kemur ekki nokkrum manni við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“