fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Vancouver: Ólympíuraunir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. febrúar 2010 19:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólympíuleikarnir eru að verða hálfgert böl, segir í grein eftir Douglas Haddow í Guardian.. Þeir eru orðnir alltof stórir í sniðum. Grikkir hálfpartinn settu sig á hausinn við að halda Ólypíuleika og nú virðist sú ágæta borg Vancouver vera að fara sömu leið með Vetrarólýmpíuleikana sem hefjast 12. febrúar. Leikarnir þar áttu í upphafi að kosta 660 milljónir dollara en upphæðin hefur sexfaldast og er nú 6 milljarðar dollara. Stjórnin í Bresku Kólumbíu hefur þurft að skera niður alls kyns almannaþjónustu til að eiga fyrir leikunum – það hjálpar ekki að nú er erfiðara að ná í peninga frá einkaaðilum en fyrir kreppu. Fyrirtæki eru ekki jafn gjörn á að „kaupa“ leikana, eins og fór að tíðkast á tíma Samaranchs, forseta Alþjóðlegu ólympíunefndarinnar.

Einn helsti kostnaðarliðurinn er rosaleg öryggisgæsla sem nú er metin á 900 milljón dollara – og setur leiðinlegan svip á þessa borg sem hefur verið talin ein sú besta í heimi til að lifa í.

Í Kanada er talað um The Bailout Games. Íbúar Bresku Kólumbíu eru hvattir til að njóta þeirra – það séu þeir sem borga brúsann fyrir fjárhagsáætlanir sem hafa reynst fáránlega rangar.

Kínverjar gátu haldið sína Ólympíuleika – og komist upp með að eyða í þá milljörðum og aftur milljörðum. En Kína er einræðisríki þar sem er ekkert gegnsæi; leikarnir í Peking báru öll merki herskálakapítalismans sem þar ríkir. Það var hneyksli í sjálfu sér að leikarnir skyldu haldnir þar. 2012 verða Sumarólympíuleikarnir haldnir í Lundúnum. Skipuleggjendur leikanna þar segja að þeir geti ekki boðið upp á neitt í líkingu við Peking – en samt er fjárhagsáætlunin þar löngu farin úr böndunum. Í London er þörf á afar mikilli og kostnaðarsamri öryggisgæslu vegna leikanna. Og þar er varla hægt að fela spillinguna líkt og í Kína.

Könnun Merryll Lynch á Ólympíuleikum sýnir að þeir hafa kostað tíu af síðustu ellefu borgum sem hafa haldið þá fjárhagsvandræði. Versta dæmið er sagt vera Montreal en borgin var í þrjátíu ár að glíma við skuldir frá leikunum 1976. Í Aþenu standa stór íþróttamannvirki engum til gagns, en móti má þó benda á að endurbætur voru gerðar á samgöngum í borginni í tengslum við leikana sem hafa bætt lífsgæðin þar mikið.

2010-olympics

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“