fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Demókratar og repúblikanar í Sjálfstæðisflokknum

Egill Helgason
Föstudaginn 26. febrúar 2010 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkuð handhægt að skipta sjálfstæðismönnum í repúblikana og demókrata eins og staðan í flokknum er núna.

Óskoraður leiðtogi repúblikananna er Davíð Oddsson sem notar Morgunblaðið til að ná aftur tökum á flokknum. Aftur er þess farið að gæta að sjálfstæðismenn séu hræddir við að tala opinskátt af ótta við hann.

Í demókrataarminum eru til dæmis Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sem Davíð og vinir hans leggja fæð á), Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Pálsson.

Þessi armur er farinn að hafa áhyggjur af því að ítök repúblikananna í flokknum séu að verða of sterk. Repúblikanarnir vija enga málamiðun í Icesave og mega ekki heyra minnst á ESB. Demókrötunum finnst fráleitt að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur staðið fyrir öllum meiriháttar alþjóðasamningum sem Íslendingar hafa gert ætli bara sitja og vera á móti þegar samið er við ESB.

Bjarni Benediktsson er svo þarna á milli og virkar oft ráðviltur. Þó er talið að honum sé ekki á móti skapi að semja um Icesave – ólíkt til dæmis Sigmundi Davíð – en það er samt ekki víst að hann áræði það vegna repúblikananna.

Nú má sjá að demókratarnir eru farnir að skipuleggja sig. Búið er að stofna samtökin Sjálfstæðir evrópumenn og nú er  stærsta dagblaðið, Fréttablaðið, komið í hendurnar á þeim. Það er varla tilviljun að á þessum tímapunkti tekur evrópusinninn og sjálfstæðismaðurinn Ólafur Þ. Stephensen við stjórn þess. Sá sem ræður hann til verksins er Ari Edwald, evrópusinni og sjálfstæðismaður, sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar, evrópusinna og sjálfstæðismanns.

En Þorsteinn á einmitt sæti í íslensku samninganefndinni sem mun sjá um aðildarviðræðurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“