fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Eyjan

Þöggun

Egill Helgason
Laugardaginn 20. febrúar 2010 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreinn Loftsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og formaður einkavæðinganefndar en núverandi aðaleigandi DV, skrifar nokkuð sérstaka athugasemd við grein um þöggun og tjáningarfrelsi eftir Valgerði Bjarnadóttur alþingismann sem birtist hér á Eyjunni í gær. Athugasemdin er svohljóðandi:

— — —

„Sæl Valgerður og mikið er ég sammála þér.

Eitt lítið dæmi vil ég nefna um þessa þöggun, en það var þegar Falun Gong kom til landsins á sínum tíma til að vekja athygli á harðneskju kínverskra stjórnvalda gegn andófsmönnum í Kína í tilefni af opinberri heimsókn kínverska forsetans, Jiangs Zemin, til Íslands í júní 2002. Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar þetta var.

Hannes H. Gissurarson, prófessor, var þá enn í hópi vina minna. Hann vildi setja nafn sitt á auglýsingu til að mótmæla framkomu íslenskra stjórnvalda gagnvart Falun Gong. Þú manst, þeir fengu ekki að koma til landsins og voru jafnvel settir í einhvers konar búðir í Njarðvík, áður en þeim var snúið til baka, þeim, sem á annað borð komust til landsins. Mótmæli Falun Gong felast í ákveðnum æfingum og eru án ofbeldis.

Hannes hringdi í mig vegna þess að hann óttaðist um sinn hag. Ef hann myndi setja nafn sitt á auglýsinguna myndi hann falla í ónáð hjá leiðtoga sínum, Davíð Oddssyni. Ég sagði honum, að Davíð gæti ekki og mætti ekki hafa þau áhrif á hann, þennan mikla andstæðing kommúnisma og fasisma, lærisvein Hayeks, að hann þyrði ekki að standa með sannfæringu sinni gegn ofríki kommúnismans. Okkur bæri skylda til að taka stöðu með andófsmönnum kommúnismans. Davíð hlyti að skilja þetta. Hannes væri einn helsti hugmyndafræðingur íslenskrar frjálshyggju um langt árabil. Ég hvatti hann eindregið til að setja nafn sitt á auglýsinguna. Hannes gerði það líka og ég fylltist stolti fyrir hans hönd, þegar ég sá nafn hans á auglýsingunni skömmu síðar. Fannst það sterkt hjá honum.

Nokkrum dögum síðar hringdi Hannes grátandi, ég meina ekki kjökrandi heldur háskælandi í mig vegna þess, að hann næði engu sambandi við Davíð Oddsson. Davíð svaraði ekki skilaboðum, tæki ekki símann og virti hann ekki viðlits. Mér brá. Var þetta virkilega Hannes H. Gissurarson, vinur minn og félagi í baráttunni gegn hinum alþjóðlega kommúnisma? Maðurinn, sem ég hafði litið upp til öll þessi ár? Var þetta þá styrkurinn, sannfæringin? Grátandi af ótta við að missa stöðu hjá leiðtoga sínum?

Ég sagði Hannesi þá skoðun mína, að hann yrði að herða upp hugann og standa á sannfæringu sinni. Ef Davíð Oddsson væri ekki stærri maður en þetta, ef hann skyldi ekki stöðu Hannesar gagnvart svona einföldu máli, þá yrði hann að una því. Davíð væri þá einfaldlega ekki stuðnings okkar virði.

Ég heyrði ekki frá Hannesi í nokkra daga eftir þetta símtal, en það er mér minnisstætt. Það er erfitt að hlusta á fullorðinn mann gráta. Örfáum dögum síðar hringdi Hannes aftur og þá lá vel á honum. Hann sagði, að hann hefði loksins náð sambandi við Davíð, sem hefði skammað sig hraustlega fyrir að taka stöðu með andstæðingum sínum (Davíðs) með því að mótmæla meðferðinni á Falun Gong. Það skyldi hann ekki gera aftur. Hann hefði hlaupið á sig. Að sjálfsögðu hefði verið nauðsynlegt að taka hart á þessu fólki, þessu Falun Gong liði. Íslensk stjórnvöld gætu ekki með öðrum hætti tekið á svona mótmælendum. Hefðu hvorki mannafla né annan viðbúnað til þess. Hannes var ekki frá því að þetta gæti verið rétt hjá Davíð. Honum leið að minnsta kosti vel, að vera kominn í náðina á nýjan leik.

Þetta er ekki eina sagan af þessu tagi, sem ég kann og leiddi til þess að leiðir okkar Davíðs gátu ekki legið saman.

Að lokum þetta: Sjálfstæðisflokkur Davíðs Oddssonar breyttist í skrímsli þöggunar og kúgunar vegna þess að menn á borð við Hannes H. Gissurarson létu brjóta sig undir agann, þeir þorðu ekki að standa á sannfæringu sinni og hætta stöðu sinni gegn leiðtoganum þegar mest á reyndi. Því fór sem fór.

Með kveðju,
Hreinn Loftsson.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungt högg fyrir Demókrata

Þungt högg fyrir Demókrata
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“