fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Síðustu ár Elvis

Egill Helgason
Laugardaginn 20. febrúar 2010 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef alltaf átt dálítið erfitt með að meika Elvis Presley. Kannski er ég bara ekki á réttum aldri. Þegar ég var lítill og móttækilegur komu Bítlarnir og blésu Elvis burt. Hann hafði verið í hernum og lék í ógurlega leiðinlegum bíómyndum.

Mjög fyndinn norskur sjónvarpsmaður var um daginn að herma eftir lífinu sem Elvis lifði síðustu ár ævi sinnar í Graceland.

Hann borðaði samlokur með hnetusmjöri og beikonni, steiktar upp úr þverhandarþykkri klípu að smjöri.

Hann hafði hóp manna í kringum sig og þegar hann vildi gleðja þá gaf hann þeim byssur.

Hann stundaði karate með vinum sínum og þeir leyfðu honum að vinna.

Hann hafði sérstakt löggumerki sem FBI hafði gefið honum.

Hann hafði 18 sjónvörp í húsi sínu.

Hann tók að minnsta kosti fimmtán tegundir af lyfjum á dag, þar á meðal fimm mismunandi sortir af svefnlyfjum.

Ég náði ekki nafninu á norska sjónvarpsmanninum, en hann setti á sig barta og gerði úr þessu hið besta grín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“