Stuttu eftir hrun var skýrt frá því að Rússar myndu bjarga Íslendingum með risaláni. Af því varð ekki neitt, lánið kom aldrei.
Sendinefnd frá Framsóknarflokknum fór til Noregs til að sækja risalán. Það var ekki veitt.
Nú síðast fara tveir útsendarar úr utanríkisráðinu í bandaríska sendiráðið og biðja um hjálp. Svarið er nei, við komum ekki nálægt þessu. Í staðinn leka út óþægilegar upplýsingar um þennan fund.
Þetta fer að minna á orðin úr Íslandsklukkunni: „Minn herra á aungvan vin.“