fbpx
Mánudagur 26.maí 2025
Eyjan

Krugman: Evruvandræði

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. febrúar 2010 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Paul Krugman skrifar í New York Times og segir að evran sé afsprengi hroka valdastéttarinnar í Evrópu. Evrópusamandið hafi ekki verið reiðubúið fyrir sameiginlega mynt, eins og vandamálin í Grikklandi og Spáni sýni. Það sé ekki einungis hægt að kenna óábyrgri efnahagsstjórn í Grikklandi þar beinlínis var beitt fölsunum til að fegra þjóðarbúskapinn, því Spánverjar hafi farið þveröfuga leið, ríkisfjármálin þar hafi verið í góðu lagi og bankakerfið undir ströngu eftirliti.

Hins vegar hafi myndast húsnæðisbóla á Spáni með tilheyrandi þenslu. Það sé mjög erfitt að vinda ofan af henni með evrunni. Hins vegar telur Krugman að það sé ekki hægt að snúa aftur. Hann tekur undir með hagfræðingi sem hefur sagt að það yrði „móðir allra efnahagskreppa“ ef reynt yrði að taka aftur upp þjóðargjaldmiðla á evrusvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum
Krugman: Evruvandræði

Pennar

Mest lesið

Nýlegt