Vandinn við fjárfestingar sem Samtök atvinnulífins og verkalýðshreyfingin krefjast er að það er erfitt fyrir landann að fá fé til framkvæmda.
Það skiptir miklu meira máli en hugsanleg tregða stjórnvalda.
Skuldastaða þjóðarbúsins er þannig að það er spurning hvort er ráðlegt að taka yfirleitt meiri lán.
Og orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja eru ekki beint að sækja mikið lánsfé þessa dagana.
Lífeyrissjóðirnir eiga fé, en þeir eru tregir við að lána það til framkvæmda hér heima gegn lélegri ávöxtun. Í raun er skynsamlegra fyrir þá að ávaxta fé sitt erlendis. Eða að lána Jóni Jónssyni á Íslandi peningana við þau lánskjör sem hér tíðkast.
Þannig að þetta er ekki alveg einfalt mál.