Eitt enn um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave 2.
Nú verður farið í nýjar samningaviðræður, með fulltingi allra stjórnmálaflokka, og með miklu harðari samningsmarkmið.
Hvað þá ef Icesave 2 yrði samþykktur í kosningunni – sem vissulega er ólíklegt – en þó fræðilegur möguleiki?
Tekur sá samningur þá gildi – burtséð frá samningaviðræðum sem kunna að vera í gangi eða nýjum samningi sem kann að hafa náðst?
Eða er það þannig að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar stendur aðeins ef samningurinn er felldur, en annars ekki?