Fyrir ári síðan var fjallað hér á síðunni um dularfull gjaldeyrisviðskipti sem fóru fram í bankanum sem þá nefndist Straumur, en er nú farinn á hausinn. Þetta mál er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum, seint og um síðir. Á sínum tíma var harðlega neitað að Straumur stæði í þessu. Nú segir í fréttum að Straumur hafi boðið aflandsviðskipti eftir að höft voru sett.
29. janúar 2009 birtist til dæmis þetta bréf hérna á vefnum:
— — —
Gjaldeyrisviðskipti
Aftur á móti ef við snúum okkur að Straumi þá sendi ég þér þær upplýsingar í
svona handritsformi en það fór nokkurn veginn svona fram. Ætlaðir þú að skipta
peningum/seðlum þá var það ekki hægt eða mjög langsótt.
Hugsa að þetta með Strauminn spili eitthvað inn í þetta og þeir sem segja annað
vita annað hvort betur að þetta fór fram eða það þeir trúa ekki neinu upp á
þetta fyrirtæki.
Það vil svo til að ég sjálfur hringdi sjálfur í þá nokkrum sinnum til að selja
gjaldeyri fyrir skjólstæðinga mína sem eru í útflutningi.
Það skrítna var að ég hringdi í ákveðinn aðila hjá þeim og fer í gegnum ferlið
um að fá samband og alltaf verið að segja að þetta yrði tekið upp.
Svona var þetta nánast alltaf hjá þeim.
Næ sambandi við miðlara.
Spyr hann: Ég þarf að selja gjaldeyri, evrur eða dollara er spurt. Evrur.
Hvað er farsíminn eða símanúmer hjá þér. Gef númer upp.
Ég hringi til baka rétt strax.
Lagt er á.
Stuttu síðar er hringt aftur í mig og þá þrisvar með farsíma númeri og tvisvar
sé ekki númer, þ.e leyninúmer. Þar sem þetta voru fimm viðskipti í heildina sem
ég kom á fyrir mína viðskiptavini.
Þá byrja spurningar fyrir alvöru hjá þeim:
Hvar eru peningarnir sem þú ætlar að selja? Hversu há er þessi upphæð sem vilt
selja? Í hvaða landi eru þessi peningar staddir í dag?
Ég: Á reikningi í LUX (hvaða lands sem er, skiptir ekki máli en það varð að
vera á erlendum reikningi).
Getur þú millifært af þeim reikningi sjálfur eða getur þú látið millifæra af
þeim reikningi inn á reikning hjá okkur í London, Copenhagen eða Lúxemborg.
(Peningar mega alls ekki koma til Íslands eða inn á reikninga hjá Straumi hér á
landi.).
Svo er samið um gengi á milli aðila og nánast undantekningarlaust var verið að
bjóða upp á gengi sem var um bil 13-17% hærra heldur en miðgengi Seðlabanka.
Svo voru gefnar upplýsingar um inn á hvaða reikninga ætti að leggja þessar
upphæðir.
Fengnar upplýsingar um reikninga hjá þér hér á landi og greiðslur voru
millifærðar beint inn á reikninga skjólstæðinga minna.
S.s dæmið var þannig að þú lagðir inn á reikning erlendis hjá þeim. Gjaldeyrir
kom aldrei til Íslands. Þeir leggja svo inn á þinn reikning hér á landi.
Auðvitað koma strax spurningar um hvernig þetta er fóðrað í bókhaldi en einn af
þeim sagði að hægt væri að segja að þetta væru t.d kaup á sérfræði þjónustu,
útborgun vegna erlendra hlutabréfa/skuldabréfa o.s.f.
Þetta er einfalda útgáfan af þessu dæmi.