Breskir fjölmiðlar eru fullir af hneykslun í kvöld vegna þess að gerður var aðsúgur að bifreið Karls Bretaprins í miðborg Lundúna í kvöld.
Karli er auðvitað ekið um á svellfínum Rolls Royce ásamt Camillu hertogaynju af Cornwall.
Það eru stúdentar sem eru að mótmæla í London vegna himinhárra skólagjalda.
Maður hefur lengi furðað sig á langlundargeði fólks í Bretlandi. Óvíða í Evrópu er jafnmikill ójöfnuður – óvíða hefur auðræðið náð slíkum tökum.
En nú er ungt fólk farið að mótmæla. Og kannski er einmitt ágætt að hinn gagnslausi prins fái smá málningu á lúxusbílinn.