Endurskoðunarskýrslurnar sem nú eru að birtast í fjölmiðlum eru komnar frá embætti sérstaks saksóknara.
Þetta eru merkileg plögg sem sýna samfellda og stórfellda misnotkun. Lán til tengdra aðila, lán sem aldrei virðist hafa staðið til að innheimta, falsaða reikninga.
Það sem maður spyr sig er – þegar notaðar eru slíkar blekkingar til að halda bankastarfsemi gangandi er þá eitthvert hald í því sem gert var í skjóli þeirra?
Er þetta þá ekki hrein svikamylla fyrst undirstaðan er ekki betri, og allt sem fylgdi svindilbrask meira og minna – hlutabréfamarkaðurinn, peningamarkaðssjóðirnir, Icesave, gjaldeyrislánin?
Enginn hefði snert neitt af þessu hefði hann vitað gerr um raunverulega stöðu bankanna og það sem fór fram inni í þeim.
Og hvað þá með endurskoðunarfyrirtækn. Er þeim yfirleitt treystandi eftir þetta eða eru þau alltaf til í að fylgja þeim ríku og voldugu hverju sinni?
Hér er fyrri hluti umfjöllunar Kastljóssins um þessar skýrslur. Þetta fjallar um Glitni, það var sagt að á morgun yrði fjallað um Landsbankann.