Það fór ekki svo að við fengjum ekki aðra Icesave aðventu.
Nú er sagt að nýtt samkomulag verði kynnt í dag.
En svo er spurning hvort nokkrar líkur eru á að þetta verði samþykkt fremur en í fyrri skiptin?
Hvað gerir órólega deildin í VG? Hvaða línu gefur Ögmundur að þessu sinni?
Og stjórnarandstaðan – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn?
Loks veltur þetta líka á Ólafi Ragnari Grímssyni hvers nafn er órjúfanlega tengt Icesave. Neitar hann ekki að skrifa undir lög um Icesave í þriðja sinn?