Það er sótt að WikiLeaks úr öllum áttum.
Nú ætla Visa og Mastercard að stöðva greiðslur til WikiLeaks – en áður hefur PayPal gert hið sama.
John Noughton skrifar um þessa atburðarás í Guardian og segir að hræsnin í stjórnmálaelítunni á Vesturlöndum sé himinhrópandi.
Bæði Hilary Clinton og Barack Obama hafa talað um mikilvægi frjáls upplýsingaflæðis á netinu – og gagnrýnt sérstaklega Kínverja fyrir að þrengja að því.
Nougton segir að annað hvort geti stjórnmálamennirnir ákveðið að lifa í heimi þar sem upplýsingar leka út eða reynt að loka internetinu.
Þeirra sé valið.