fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Flokksvélin mikla

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. desember 2010 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef stundum fjallað um flokksræðið sem tröllreið öllu í stjórnmálum á Íslandi – og hefur að sumu leyti gert alveg fram á þennan dag. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn skiptu með sér gæðum landsins, Framsókn hafði taumhald á bændastéttinni í gegnum samvinnufélögin, Sjálfstæðisflokkurinn ríkti í þéttbýlinu og aðallega þó í Reykjavík. Flokkarnir skiptu bróðurlega með sér hermanginu, en Alþýðuflokkurinn fékk stundum að vera með. Sósíalistar sjaldnar þótt þeir hafi fengið einn og einn bankastjóra.

Valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er skilmerkilega lýst í ævisögu Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson:

„Flokksvélin mikla var í meginatriðum óbreytt: Reykjavík var skipt í 120 umdæmi og voru að jafnaði 5-10 fulltrúar í hverju þeirra (samtals 654 snemma árs 1957). Þeir skráðu stjórnmálaskoðanir nágranna sinna og voru þær upplýsingar færðar í skrár í Valhöll, höfuðstöðvum flokksins við Suðurgötu. Svo kappsamir voru þeir Baldvin [Tryggvason] og Birgir [Kjaran] að þeir þekktu fulltrúana nær alla með nafni og mundu jafnvel símanúmer þeirra. Á vinnustöðum kom öflugt trúnaðarmannakerfi einnig að gagni. Þar fylgdust sjálfstæðismenn með spjalli félaganna um daginn og veginn og komu sjónarmiðum þeirra í stjórnmálum á framfæri í Valhöll. Stefndi flokkurinn að því að hafa trúnaðarmenn í öllum fyrirtækjum með fleiri en tíu í starfsliði og skyldi sérhver þeirra vera „trúverðugur og dugandi maður“ (árið 1957 átti Sjálfstæðisflokkurinn 392 skráða trúnaðarmenn á vinnustöðum).“ (bls. 260-261)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?