Meðal gesta í Kiljunni á morgun verður Bergsveinn Birgisson, höfundur bókarinnar Svar við bréfi Helgu sem hefur fengið feiknarlega góða dóma og er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bergsveinn er búsettur í Björgvin í Noregi en er í stuttri heimsókn á Íslandi.
Helgi Ingólfsson segir frá nýrri bók sinni sem heitir Runukrossar. Bókin gerist á Íslandi árið 2141 – landið er þá óbyggilegt nema hvað það framleiðir orku fyrir umheiminn en í borginni Hellu sem er undir glerhvolfi býr þjóð sem er mestanpart íslamskrar trúar.
Við spjöllum við Þröst Helgason, höfund bókarinnar Birgir Andrésson – í íslenskum litum. Bókin fjallar um list Birgis og persónu hans, en Þröstur og hann voru nágrannar á Vesturgötunni.
Kolbrún og Páll Baldvin fjalla um skáldsögurnar Mörg eru ljónsins eyru eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur, Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur og Ein báran stök eftir Ólaf Hauk Símonarson.
En Bragi sýnir á sér óvænta hlið.
Bergsveinn Birgisson.