
Eiginkona Tryggva Rúnars Leifssonar er í viðtali við DV í dag. Tryggvi sat í fangelsi í 8 ár vegna Geirfinnsmálsinns.
Kona hans, Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, segir að Tryggvi hafi ekki verið morðingi og að hann hafi haldið fram sakleysi sínu á dánarbeði. Tryggvi dó úr krabbameini í fyrra.
Hún segir frá aðferðunum sem voru notaðar til að fá Tryggva og hina sakborningana til að játa. Þær eru þess eðlis að þær eiga ekki að tíðkast í réttarríki.
Í greininni er talað um hvílíkt ljúfmenni Tryggvi hafi verið. Það get ég vottað. Ég kynntist Tryggva og hann var öðlingur, ljúfur og kátur.