
Lesandi sem fylgdist með Silfri Egils í gær skrifar:
— — —
„Var að horfa á þáttinn þinn. Þar voru vangaveltur um ástæður að baki fólkflóttanum. Fannst vanta að kæmi fram að erfiðleikar eru ekki eini hvatinn að yfirvofandi fólksflótta. Það er ástandið í heild. Það er óréttlætið. Êg er til dæmis ekki í fjárhagskröggum, er reyndar með hækkuð húsnæðislán og get ekki selt án þess að fara í 2-4 milljónir í mínus. En ég íhuga að flytja af því mér blöskrar ósanngirnin og skítlegheitin í þessu landi. Ég er orðinn vonlítill að hinir seku verði nokkurn tímann látnir borga. Þeir fá að halda sínum peningum og fá sínar eignir aftur auk þess að hafa jafnvel fengið afskriftir. Ég get bara ekki horft upp á þetta? Hvenær kemur réttlætið? Hvernig eigum við að geta lifað sátt í samfélagi sem ekki getur tekið á spillingu, klíkuskap og óréttlæti. Ég er reiður.
Finnst það þyrfti að vekja meiri athygli á þessu:
Að láta þá sem stofnuðu til skuldanna borga allt sitt, Að allar þeirra eignir séu teknar upp í skuldirnar. Af hverju er þetta ekki gert?
Að maður geti verið skyldaður til að borga í lífeyrissjóð allt sitt líf. Hann fær svo greidd eftirlaun í 3 ár en deyr svo. Þá hirðir sjóðurinn bara mismuninn. Þetta ætti að vera ólöglegt. Rán. Af hverju má ég ekki bara leggja lífeyrisgjöld inn á læstan reikning sem ég get tekið útaf að vild þegar á eftirlaun er komið?“