
Hannes segir að sendiráð Bandaríkjanna hafi visku sína úr kaffihúsaspekingum.
Það er skemmtileg tilgáta.
Ég hefði reyndar haldið að fólki af kaffihúsum sé ekki mikið í sendiráðsveislum.
Kaffihúsafólk er yfirleitt ekkert sérlega fínt og gerir sér held ég engar grillur um áhrif sín. Það er sjaldnast í neinu talsambandi við valdamenn.
Sjálfur hef ég stundum legið undir því ámæli að vera kafifihúsaspekingur.
En ég fer hérumbil aldrei í sendiráðsboð – fæ reyndar oft boðskort en þau hlaðast upp og ég fer hvergi.
Get reyndar varla hugsað mér neitt leiðinlegra en svona boð – en það er kannski ekki að marka mig, ég fæ núorðið kvíðakast ef ég þarf að fara út eftir kvöldmat.