Fréttablaðið er byrjað að birta efni upp úr sendiráðspóstunum af WikiLeaks. Þarna eru áhugaverðir molar innan um sem sýna hvaða augum sendierindrekar heimsveldisins líta Ísland.
Til dæmis er rakið hvaða áhrif brottför Bandaríkjahers hafði á ráðamenn hér í skeyti frá Carol Van Voorst sendiherra:
„Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og sátt, þá eru sumir íslenskra gáfumanna nú komnir á reiðistigið.“