Það er eitt og annað í sendiráðspóstunum af WikiLeaks sem er forvitnilegt að skoða.
Til dæmis að bandaríska sendiráðið hafi verið að aðstoða álfyrirtæki til að koma í veg fyrir að orkuskattar yrðu hækkaðir.
Að Steingrímur sé svo skynsamur að hann stilli sig um að tala illa um kapítalismann.
Að Bjarni Ben hafi ekki viljað fara í ríkisstjórn vegna þess að hann hafi viljað styðja frambjóðendur í sveitarstjórnarkosningum.
Og að Íslendingum þyki mikil upphefð að vera boðnir í ókeypis áfengi og snittur í sendiráðsveislum.