Nokkuð útbreidd tegund af kvikmyndum er það sem ég hef lært að kalla freeze motherfucker myndir.
Ég veit ekki hvar ég heyrði þetta, en ég hef ekki orðið var við að margir aðrir noti það.
Nú er komin fram önnur kategóría.
Hún varð til þegar ég stakk upp á því við fjölskyldu mína að við færum á kvikmynd sem heitir True Grit, það er vestri, byggður á gamalli mynd með John Wayne.
Þá sagði Kári og leist ekki vel á myndina:
„Er það ekki svona howdy stranger mynd?“