fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Misheppnuð innrás á bókamarkaðinn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. desember 2010 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri N1 kom af miklum hroka inn á bókamarkaðinn.

Talaði um að hrista upp í stöðnuðum markaði með því að selja bækur á bensínstöðvum.

Þetta mistókst algjörlega. Bókamarkaðurinn er heldur ekkert staðnaður, hann er mjög lifandi og á honum er grimm samkeppni.

Bensínmarkaðurinn er hins vegar algjörlega staðnaður. Eina samkeppnin þar virðist felast í að byggja ofvaxnar sjoppur sem selja varning á okurverði.

Löngu fyrir jól var N1 forstjórinn búinn að heykjast á því að selja útgáfubækurnar einungis á bensínstöðvum. Líklega höfðu hin upphaflegu áform mjög vond áhrif á söluna.

Það er náttúrlega miður fyrir höfundana, bók Björgvins G. Sigurðarsonar er ekki sérlega áhugaverð, en það eru margir ágætir bitar í bók Sölva Tryggvasonar um Jónínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið