Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, sagði í Silfrinu á sunnudag að það hefði verið heppni að íslensk stjórnvöld hefðu náð að skera burt erlendar skuldir föllnu bankanna.
Hann minnti á að allt árið 2008 hefðu stjórnvöld leitað logandi ljósi að peningum í útlöndum til að dæla í banakana. Þessir peningar hefðu ekki fengist – það var heppni sagði Jón.
Annars hefðu þetta fjármagn verið notað til að reyna að halda lífi í bönkunum – og þá hefðu Íslendingar orðið að standa skil á því.
Í október 2008 var skuldabagginn orðinn svo rosalegur að það hefði eins mátt loka sjoppunni og ábyrgjast þessar skuldir. Þá hefði varla orðið neitt eftir hérna nema verstöð til að veiða fisk upp í skuldir.