Hún er sérstök þessi Hagstofukanína sem talað er um.
Hagstofukanínan er ástæða þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans hefur loksins náðst.
Kanínan, sem dregin er upp úr hatti Hagstofunnar, felur í sér að útvarpsgjald telst nú vera beinn skattur og er því ekki reiknað inn í vísitölu.
Þannig að þótt útvarpsgjaldið hækki, þá telst það ekki lengur með.
Ástæðan er sú að ríkið er farið að sölsa undir sig stóran hluta af þessum tekjustofni sem var ætlaður Ríkisútvarpinu.
Sem sýnir máski að þeir höfðu rétt fyrir sér sem vöruðu við þessari aðferð.