fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Flokksagi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. desember 2010 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talað um flokksaga í sambandi við mál Lilju Mósesdóttur og félaga hennar í VG.

Við lifðum tima mikils flokksaga á stjórnarárum Davíðs Oddssonar, þá laut Sjálfstæðisflokkurinn vilja hans í einu og öllu – og vei þeim sem múðruðu.

Flokksaginn í VG virðist ekki vera mikill. Flokkurinn logar í deilum, það er alls ekki víst að hann hangi saman út þetta kjörtímabil – hjáseta þremenninganna við afgreiðslu fjárlaga virðist hafa verið endanlega ákveðin á fundi þar sem sátu tveir ráðherrar flokksins.

Breskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um litið upphlaup síðustu daga.

Viðskiptaráðherrann Vince Cable gerði sig breiðan við tvær ungar konur sem síðar kom í ljós að voru útsendarar Daily Telegraph.

Hann talaði frjálslega um samstarf Frjálslyndra demókrata og Íhaldsflokksins í ríkisstjórn, um leyfisveitingar til Ruperts Murdoch og um ofurlaun bankamanna.

Stax daginn eftir að þetta birtist er Cable kallaður fyrir Cameron forsætirsráðherra og Nick Clegg, formann Frjálslyndra demókrata.

Þeir setja ofan í við gamla manninn, honum er hótað brottvikningu úr ríkisstjórn og völd hans eru minnkuð.

Hann fær einkennilega vonda umfjöllun í fjölmiðlum – sem minnir mann á hversu stutt er oft milli stjórnmálamanna og blaðamanna – í leiðara Guardan, sem hallast fremur að því að vera í stjórnarandstöðu, er talað um að Cable hafi breyst úr Heilögum Vince í Herra Bean.

Blaðið segir líka að ef ráðherra Íhaldsflokksins hefði orðið uppvís að þessu hefði honum umsvifalaust verið vikið úr stjórninni.

Því fer fjarri að þetta sé einhver fyrirmynd fyrir íslensk stjórnmál – pólitíkin í Bretlandi er að mörgu leyti afar ógeðfelld – en þarna erum við að tala um flokksaga sem varla þekkist á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann