fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Cable hótar að ganga út

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. desember 2010 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vince Cable varð vinsæll og dáður meðal Breta þegar hann sagði fyrir um yfirvofandi fjármálakreppu. Hann hefur heldur ekki vandað fjármálastofnunum kveðjurnar í gegnum tíðina.

Nú er hann í þeirri lítt öfundsverðu stöðu að vera viðskiptaráðherra úr flokki Frjálslyndra demókrata í samsteypustjórn þar sem Íhaldsflokkurinn ræður hérumbil öllu.

Cable missti það út úr sér í gær að hann gæti fellt ríkisstjórnina með því að ganga út ef hann fengi ekki að birta upplýsingar um laun bankamanna.

Bónusar og launagreiðslur til bankamanna hafa lengi verið tilefni til hneykslunar í Bretlandi. Þetta er eitt af þeim málum sem ekki virðist eiga að taka á, á sama tíma og boðaður er stórfelldur niðurskurður sem mun hafa í för með sér atvinnuleysi og alls kyns hremmingar.

Verkalýðsforingjar í Bretlandi segja að aftur muni renna upp tíma verkfalla og vinnu deilna.

En fjármálalífið í City er sem fyrr heilög kýr í Bretlandi. Og Frjálslyndir demókratar engjast í ríkisstjórninni – Cable sjálfur lýsir stjórnarsamstarfinu við að „eiga í styrjöld“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann