Þannig fór um sjóferð þá.
Einkavæðing Símans er sú síðasta til að fara algjörlega út um þúfur.
Existabræður og Brynjólfur Bjarnason sem fengu að kaupa félagið eiga ekkert upp í 74 milljarða króna skuldir.
Þarna er líka enn eitt bókhaldið sem lítur út eins og brandari, viðskiptavild sem er metin á 60 milljarða króna.
Einkavæðing var aðalstefnumál ríkisstjórnar Íslands á löngu tímabili. Það stendur ekki steinn yfir steini eftir hana.