Eins og greint var frá fyrr í dag kemur sú skoðun fram í sendiráðspóstum sem birtir eru á WikiLeaks að Rússland sé mafíuríki. Þetta eru svosem ekki ný tíðindi, þótt merkilegt sé að lesa að svona sé talað í æðstu lögum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna.
Davíð Oddsson, þáverand forsætisráðherra, hélt ræðu á Hólahátíð 1999 og talaði þá um hættuna sem stafaði af mafíustarfsemi í Rússlandi:
„Fargi var létt af frjálshuga fólki um allan heim þegar múrinn féll og
kommúnisminn flaut yfir hrunið steypuvirkið og fjaraði út. En það mikla
land Rússland með öllum sínum náttúrukynstrum og -kostum fær ekki notið
sín, því stjórnkerfið og efnahagslífið nær ekki að þroskast og virðist
um þessar mundir einkum lúta lögmálum glæpalýðs og eiturlyfjabaróna.
Blóðpeningar þeirra flæða um Evrópu og skapa þar ótta og öryggisleysi.
Menn sem engar leikreglur virða, leitast við að þvo illa fengið fé sitt
í fjármálakerfum þjóðanna. Margir stjórnmálaforingar í Evrópu telja
þetta mestu ógnun sem nú sé við að eiga á Vesturlöndum.“