Úr fréttum RÚV 30. nóvember:
„Auk vinnu við fjárlögin er Alþingi nú með frumvarp til fjáraukalaga til meðferðar og í dag komu fram breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar sem gera meðal annars ráð fyrir að inn í ríkisreikning verði teknar ríkisábyrgðir upp á um 24 milljarða sem urðu virkar við fall bankanna. Steingrímur segir þetta dæmalausa erfðasynd frá einkavæðingu bankanna. Hann segir að bankarnir hafi verið einkavæddir með ríkisábyrgðum sem fylgt hafi yfir í einkabankana og vaknað til lífsins aftur þegar bankarnir urðu gjaldþrota. Það verði ekki upp á þá snilld logið sem sýnd hafi verið við einkavæðingu bankanna. Nú fái ríkið þetta í fangið aftur, því þessar gömlu ríkisábyrgðir vakni upp þegar gömlu bankarnir fari. Nú standi menn frammi fyrir því að þarna sé kominn skellur á ríkið, bein afleiðing af bankahruninu, og einkavæðingu bankanna upp á yfir 20 milljarða króna.“