fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Ekki deigla fyrir hugmyndir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. desember 2010 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið segir frá því að óvenju margir Íslendingar séu skráðir í stjórnmálaflokka.

Þetta þýðir reyndar ekki að flokkarnir séu svona fjölmennir í raun og veru, heldur að fjöldi fólks hefur lent þar á skrám vegna þátttöku í prófkjörum.

Því það er alsiða á Íslandi að kjósa í prófkjörum hjá flokkum sem fólk styður ekki endilega. Maður hefur heyrt um heilu kaupstaðina þar sem íbúarnir kjósa hjá öllum flokkum.

Önnur skýringin er sú að ómögulegt er að komast af félagaskrám flokkanna. Þeir halda áfram að senda fólki bæklinga og gíróseðla fram í andlátið – og hirða ekki um þótt aldrei berist svar.

Flokkarnir sjálfir eru hins vegar lífvana. Það er ekki eins og innan þeirra sé öflug þjóðfélagsumræða eða deigla fyrir hugmyndir. Ef slíkt gerir vart við sig er það oft kæft í fæðingu, eins og þegar Sjálfstæðisflokkurinn lagði í vinnu við endurskoðunarskýrslu sína.

Fyrir aldarfjórðungi var mér boðið ásamt hópi fólks í höfuðstöðvar sósíaldemókrataflokksins þýska í Bonn. Flokkurinn var þá sá fjölmennasti í Evrópu, að undanskildum ítalska kommúnistaflokknum. Þar var skýrt fyrir okkur líkan af því hvernig stefna flokksins væri mótuð. Hugmyndir voru ræddar í efstu lögum flokksins og meðal almennra flokksmanna. Reglan var sú að þær voru sendar tvívegis niður um allan flokkinn áður en þær gátu orðið að opinberri stefnu hans.

Nú má vel vera að þetta hafi ekki virkað fullkomlega – en þarna var þó skipulag sem gerði ráð fyrir almennri þátttöku og því að almennir flokksmenn fengju að ráða einhverju og væru ekki bara eins og statistar sem eru notaðir til að klappa upp flokksforingja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“