fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Andlit, Poppkorn, Sveppabókin og fyrstu bækur ungra kvenna

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. desember 2010 20:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni annað kvöld verður meðal annars fjallað um ljósmyndabækur sem eru að koma út nú fyrir jólin. Þetta eru bækurnar Andlit eftir Jónatan Grétarsson, Poppkorn eftir Sigurgeir Sigurjónsson, en einnig verður stuttlega fjallað um hina marglofuðu bók Ragnars Axelssonar, Veiðimenn norðursins.

Í bók Jónatans eru myndir sem hann hefur tekið af íslenskum listamönnum, hann hyggst halda þeirri skrásetningu áfram. Í bók Sigurgeirs eru aðallega myndir sem hann tók af hljómsveitum og ungu fólki á bítlatímanum.

Tveir ungir höfundar koma í þáttinn, það eru þær Yrsa Þöll Gylfadóttir og Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir sem eru að senda frá sér fyrstu skáldsögur sínar. Bók Yrsu nefnist Tregðulögmálið en bók Hugrúnar heitir Stolnar raddir.

Við fjöllum einnig um stórvirki Helga Hallgrímssonar, Sveppabókina, sem er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Illugi Jökulsson og Þorgerður E. Sigurðardóttir ræða um fjórar bækur: Jón eftir Ófeig Sigurðsson. Önnur líf eftir Ævar Örn Jósefsson, Hið dökka man eftir Þórarin Þórarinsson og Jakob Bjarnar Grétarsson og Kjarna málsins, en það eru fleyg orð í samantekt Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

En Bragi segir frá Þorsteini Kjarval sem var stór hluthafi í Eimskipafélagi Íslands og bróðir Jóhannesar listamanns.

Andlit.kapa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“