Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, verður gestur í Silfri Egils á sunnudag.
Meðal annarra gesta er Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði, sem segir frá nýrri bók sinni sem nefnist Sovét-Ísland. Hún fjallar um hreyfingu kommúnista á Íslandi og leggur ekki síst áherslu á að kommúnistar hugðu á byltingu þar sem þótti sjálfsagt að beita ofbeldi.