Marinó G. Njálsson setti þessa athugasemd hér inn á vefinn í gærkvöldi:
— — —
Þó PwC fái á baukinn í skýrslunni, þá draga skýrsluhöfundar á nokkrum stöðum úr gagnrýninni og beina henni að FME. Annars finnst mér niðurstöðurnar merkilegastar, en þær eru í lauslegri þýðingu:
„Skýrsluhöfundar telja að ef ekki hefði verið ranglega greint frá eftirfarandi atriðum í ársskýrslu:
i. Afföll vegna Eimskip, Primus, Icelandic Group og FL Group
ii. Lækkun á eiginfé vegna eigin hlutabréfa
iii. Athugasemd um tengda aðila
iv. Upplýsingar um stórar áhættur
þá hefði afleiðingin líklega orðið:
i. LÍ hefði misst bankaleyfi strax eftir birtingu ársskýrslu
ii. Án tillits til bankaleyfisins, innlagnir á Icesave hefðu orðið minni og innstæður hefðu aldrei náð þeim hæðum sem þær náðu í okt 2008
iii. LÍ hefði ekki verið í þeirri stöðu að gefa út skuldabréf árið 2008 sem að verulegu leiti rötuðu til Seðlabanka Evrópu. Þannig að SE hefði ekki verið eigandi að skuldabréfum LÍ upp á 1,5 ma. EUR við hrunið í október.
iv. Umfang hruns íslensku bankanna hefði verið um minna og því minni líkur á umtalsverðu tapi lífeyrissjóða.“
Fljótt á litið, þá er tap þjóðfélagsins, erlendra innstæðueigenda og erlendra kröfuhafa líklegast hátt í 700 milljarðar vegna þessara þátta. Spurningin er hvert eigi að senda reikninginn.