fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Hvalir og þrjóskir gamlir menn

Egill Helgason
Föstudaginn 10. desember 2010 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af umræðum um hvalveiðar endurbirti ég þennan pistil sem ég skrifaði fyrir einu og hálfu ári:

— — —

Ég spurði heimildarmenn mína í Japan um hvalveiðar og neyslu hvalkjöts þar í landi. Þetta eru blaðamenn á japönsku stórblaði.

Þeir sögðu að sáralítið væri borðað af hval í landinu, ungt fólk liti ekki við því, en hvalveiðihugsjóninni væri aðallega haldið uppi af þrjósku nokkurra gamalla manna.

Mesta gæfa þeirra væri Greenpeace og Sea Shepard; meðan slík samtök berjist gegn hvalveiðum sé hægt að höfða til þjóðerniskenndar í Japan. Um leið, var mér sagt, óttast þeir mest fjármálaráðuneytið japanska sem gæti tekið upp á því að skera niður styrki til hvalveiðihugsjónarinnar.

Hvalkjötsneysla var aldrei útbreidd í Japan, nema í nokkrum strandbyggðum. Hún jókst hins vegar til muna á þrengingatímum eftir seinni heimstyrjöldina. Þá var hvalkjöt til dæmis oft á boðstólum í skólum – börnin sem uxu úr grasi eftir stríðið vöndust semsagt við að borða hval. Sú kynslóð er nú komin á eftirlaun.

Málið virðist semsagt vera að lítill markaður er fyrir hvalkjöt í Japan. Í landinu eru til miklar birgðir af hvalkjöti sem ekki selst – og eru komnar úr svokölluðum vísindaveiðum japanskra skipa. Heimildarmenn mínir segja að þap sé líklega nálægt 4000 tonnum af kjöti sem er geymt í skemmum.

Svo tek ég fram, til að fyrirbyggja misskilning, að ég er algjörlega hlynntur hvalveiðum. Eigandi Moby Dick að uppáhaldsbók, má jafnvel segja að ég sé heillaður af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans