Thomas L. Friedman, dálkahöfundur New York Times, skrifar stórskemmtilega grein um hvernig sendiráðspóstur frá kínverska sendiráðinu í Washington heim til Peking gæti litið út.
Í greininni deilir Friedman hart á stjórnmálamenninguna í Bandaríkjunum og hvernig Bandaríkjamenn eða tíma sínum í skelfilegt argaþras um hluti sem skipta litlu sem engu máli meðan þeir eru dragast aftur úr í veröldinni og innviðum samfélagsins hnignar.
Annars er merkilegt að fylgjast með umræðunni um WikiLeaks. Það er skammast út í Íslendinga, eins og þessi gögn séu að streyma héðan.
Það væri reyndar áhugavert að tækist að gera Ísland að miðstöð upplýsingafrelsins eins og hefur verið lagt til á þingi. Þessi áform hafa vakið mikinn áhuga víða erlendis.
En heimur internetsins er „láréttur“, það er hægt að geyma upplýsingar í loftinu eins og það er kallað – sumt hér, annað lengst í burtu og raða svo saman eftir hentugleikum.
Málflutningurinn er líka ógeðslegur, eins og þegar lagt er til í fjölmiðlum að Julian Assange verði ráðinn af dögum eða að þeir sem leki upplýsingum á vefinn verði teknir af lífi.