Bankarnir rýja okkur inn að skyrtunni, nota alls konar brögð til þess, og halda svo tónleika fyrir lýðinn á íþróttaleikvangi þjóðarinnar. Klína vörumerkjum sínum á Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt.
Bankar eru farnir að líta hlutverk sitt mjög einkennilegum augum. Þeir eru sannkölluð ríki í ríkinu.
En í banka í London þar sem ég fór um daginn var ekki hægt að skipta poka af smámynt í seðla. Þeir fást ekki við svoleiðis lengur.
Það endaði með því að ég gaf útigangsmanni megnið af klinkinu.