fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Forsetinn, ríkisstjórnin og Icesave

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. desember 2010 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög óvenjuleg staða gæti verið að koma upp í íslensku stjórnkerfi.

Á eftir verða kynntir nýir Icesave samningar. Enn er ekki komið í ljós hvort þeir eru vondir eða góðir – og svo er auðvitað spurningin sem hverfur ekki, hvort við eigum yfirleitt að borga þetta?

Ríkisstjórnin mun sjálfsagt mælast til þess að þeir verði samþykktir og reyna að koma þeim gegnum þingið.

Það er spurning hvað stjórnarandstaðan gerir – hvort til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn er á móti?

En líklegt er að samningarnir verði samþykktir á Alþingi.

Lykilatriðið í þessu er hvað Ólafur Ragnar Grímsson gerir.

Mun hann telja þennan samning nógu góðan til að skrifa undir lög sem fullgilda hann?

Eða neitar hann að skrifa undir í annað sinn og vísar málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu?

Og þá er spurningin hvað ríkisstjórnin er að gera: Hefur hún eitthvert samband við forsetann til að kanna hvað hann hyggst fyrir? Getur hún haft slíkt samband? Er eðlilegt að ríkisstjórnin fari í einhvers konar samningaumleitanir við forsetann?

Það væri þá allavega ný staða í stjórnkerfinu hér.

Eða þarf stjórnin eins og við hin að bíða með öndina í hálsinum fram yfir áramót til að sjá hvort hann skrifar undir – og vita kannski ekkert um hvað hann hyggst fyrir?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?