Erlendir blaðamenn eru enn að spyrja mig um það hvernig Íslandi hafi verið bjargað eftir hrun af konum – og hvernig konur séu að koma Íslandi aftur á flot.
Þetta er sprottið úr spuna sem fór að birtast í breskum fjölmiðlum stuttu eftir hrun, en í raun veit maður ekki til þess að fyrir þessu sé einhver sérstakur fótur.
Jú, um tíma voru hér tveir kvenbankastjórar – Elín Sigfússdóttir og Birna Einarsdóttir, en báðar voru þær úr gamla sýsteminu,
Og svo var það Kristín Pétursdóttir og Halla Tómasdóttir í Auði Capital, en um Höllu segir á vefnum TED þar sem er birtur fyrirlestur hennar:
„Financier Halla Tomasdottir helped rescue Iceland’s financial system after the crash — by applying 5 traditionally „feminine“ values to financial risk. At TEDWomen, she talks about these values and how to balance them.“