Nóbelsverðlaunin verða veitt Liu Xiaobo á föstudaginn. Hann verður auðvitað ekki viðstaddur, hann er í fangelsi í Kína.
En það er mikið fagnaðarefni að hann skuli fá verðlaunin. Hann er þeirra mjög verðugur.
En Kínverjar svarrast um og hella skömmum yfir Nóbelsnefndina. Kalla hana samansafn af afskiptasömum trúðum.
Nokkrar þjóðir hafa lagst á sveif með Kínverjum og segjast ætla að sniðganga verðlaunaafhendinguna.
Þar eru lönd sem eru sérlega áhugasöm um mannréttindi eins og Saudi-Arabía, Rússland, Pakistan, Súdan, Kazhakstan, Írak, Íran, Afganistan, Serbía, Venesúela, Colombía, Kúba, Marokkó, Túnis, Egyptaland, Filippseyjar, Vietnam og Úkraína.