
Það verða kannski einhverjar breytingar í auðstéttinni á Íslandi, en þó ekki svo ýkja miklar, eftir hrunið. Þarna verða áfram:
Eigendur kvóta sem eiga eftir að fá skuldir afskrifaðar smátt og smátt.
Útrásarvíkingar sem náðu að bjarga fullt af fjármunum, eins og Ólafur Ólafsson og Björgólfur Thor – vandi þeirra verður sá helstur að þeir geta varla láti sjá sig meðal manna á Íslandi.
Margir lögfræðingar munu áfram hafa það býsna gott, það er nóg að sýsla eftir hrunið – og það eru uppgrip hjá innheimtulögfræðingum.
Einhverjir munu líka geta makað krókinn í rústunum af gömlu bönkunum, ekki síst skilanefndarmenn, og eins og sjá má eru yfirmenn í bönkum aftur farnir að færa sig upp á skaftið hvað varðar launagreiðslur.