
Arnar Sigurmundsson, sem er stærsti höfðinginn í lífeyrissjóðabatteríinu og þar af leiðandi einn valdamesti maður landsins, sagði eftir tilraunir ríkisstjórnarinnar til að semja við lífeyrissjóðina að engar kröfur yrðu felldar niður ef þær væru „innheimtanlegar“.
Þarna er nokkur kjarni máls. Það er talað um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna.
En eru bankarnir og lífeyrissjóðirnir að gera nokkuð annað en afskrifa það sem sem er ekki með nokkru móti hægt að innheimta?
Það er varla hægt að tala um sérstaka „leiðréttingu“ í því sambandi.