fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Enn verra en maður hélt

Egill Helgason
Föstudaginn 3. desember 2010 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að koma betur og betur í ljós að bankarnir voru byggðir upp á stórfelldum fjársvikum.

Stöð 2 skýrði frá því í kvöld að Kaupþing hefði lánað 800 milljarða króna til skúffufyrirtækja út um allan heim sem höfðu engan rekstur.

800 milljarða!

Rekstur Landsbankans virðist hafa byggt á fölsuðu bókhaldi – þar sem endurskoðendur mökkuðu með.

Þetta þýðir einfaldlega að allt sem var gert í bankanum eftir það er svik: Skuldabréfaútgáfa, söfnun fjár í peningamarkaðssjóði, Icesave.

Ef bókhaldið hefði verið fært af trúmennsku hefði enginn keypt skuldabréf, enginn sett peninga í bankann, enginn lagt inn á Icesave-reikningana.

Eftir því sem maður heyrir hefði Glitnir átt að loka strax 2006 eða 2007.

Því verður varla trúað að endurskoðunarstofurnar geti haldið áfram að skreyta sig með fínum nöfnum erlendra endurskoðunarfyrirtækja – ekki að þau séu sérlega hvítþvegin heldur.

Og það er svo stór spurning hvað íslenska fjármálaeftirlitið var að gera á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?