fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Ari Matt: Andersen og lát (þess)

Egill Helgason
Föstudaginn 3. desember 2010 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Matthíasson skrifaði þessa grein á vef DV í febrúar. Hún á jafn vel við nú og þá:

— — —

„Þegar hið illræmda fyrirtæki Enron fór á hausinn þá kom í ljós að með skipulögðum hætti hafð bókhaldið verið rangfært og stórkostlegum blekkingum hafði skuldum verið komið fyrir í skúffufyrirtækjum og eignir blásnar upp með viðskiptavild, væntingum og kauphringekjum.

Ljóst var að til þess að þetta mætti takast þurfti samstillt átak starfsmanna og endurskoðenda sem vottuðu gerninginn og þáðu fyrir gríðarlega fjármuni. Stórtækast í þessu bralli var stærsta endurskoðunarfyrirtæki heims Arthur Andersen. Þegar ljós var þáttur starfsmanna Andersen í blekkingum Enron var gefin út ákæra á hendur þeim og þar með var grundvellinum kippt undan starfseminni. Ástæðan var sú að fyrirtækið naut ekki lengur trausts. Þar með lauk velgengni hins 90 ára gamla félags.

Nú segist íslenska fjármálaeftirlitið hafa verið blekkt og í kjölfarið hafi hið hollenska og breska fengið upplýsingar sem ekki áttu stoð í raunveruleikanum. Hinar röngu upplýsingar urðu þar með til þess að ekki var stöðvuð söfnun inn á Icesave reikningana í Bretlandi og ekki var komið í veg fyrir opnun slíkra innlánsreikninga í Hollandi.

Þar með er ljóst að þeir starfsmenn sem báru ábyrgð á áhættustýringu, innra eftirliti, endurskoðun og fjárfestingastefnu  Lansbankans bera ábyrgð á Icesave. Ekki hefði verið hægt að birta tölur sem sýndu sterka stöðu bankans án aðkomu þeirra. Þessir einstaklingar hafa valdið Íslandi stórkostlegu tjóni. Ég skil ekki hvernig þeir geta talist hæfir til að sinna fjármálaþjónustu eftir þátt sinn í bókhaldsbrellum Landsbanka Íslands.

Endurskoðunarfyrirtæki Landsbankans var Pricewaterhousecoopers. Án uppáskriftar og samþykkis  PWC hefði Icesave aldrei orðið til. Um hlutverk endurskoðenda Landsbankans segir t.d. í 24.gr. samþykkta bankans (og er þetta hefðbundið hjá fyrirtækjum):

Endurskoðandi skal endurskoða ársreikning bankans í samræmi við lög og góða endurskoðunarvenju. Endurskoðandi skal að lokinni endurskoðun árita ársreikninginn og skal áritunin fylgja ársreikningnum sem skýrsla hans. Skal ársreikningurinn og endurskoðunarskýrslan liggja frammi a.m.k. vikutíma fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis. Senda skal Fjármálaeftirlitinu endurskoðaða ársreikninga í síðasta lagi 3 mánuðum eftir lok reikningsárs.

Það er óskiljanlegt með öllu af hverju fyrirtæki jafn nátengt stærsta efnahagslegu áfalli sem Ísland hefur orðið fyrir, skuli teljast hæft til að koma að málum í nútið sem varðar hag Íslands. Hvernig má það vera að þetta fyrirtæki skuli teljast hæft til að framkvæma rannsókn á bókhaldi annars banka með það að markmiði að „kanna hvort bankinn eða aðilar tengdir honum hefðu á síðustu vikunum fyrir fall bankans vikið frá innri reglum hans eða brotið gegn reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti eða almennum hegningarlögum“?“

bankaradsfundur1_jpg_550x400_q95-1Fundur í stjórn Landsbankans. Upp komast svik um síðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?