Hér er viðtal við Kristin Hrafnsson, talsmann WikiLeaks, á vef BBC.
Hann leggur áherslu á nauðsyn gangnsæis og segir að WikiLeaks gæti þess að leggja fólks ekki í hættu með birtingu skjala– og telur ekki að þeir hafi brotið nein lög.
Í fréttinni sem fylgir er fjallað um upplýsingar sem birtast í skjölunum um Rússland.
Þar er vitnað í spænskan saksóknara sem segir að Rússland sé mafíuríki, þar sem mútuþægni, spilling og verndarstarfsemi sé landlæg.
Í skjölunum segir líka að líklegt sé að Pútín hafi vitað um morðið á Alexander Litvinenko í London 2006.
Þarna er einnig vitnað í John Beyrle, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, sem fjallar um hvernig lögregla, öryggissveitir og glæpasamtök hafa verið að renna saman.