Eftir upplýsingar sem slitastjórn Landsbankans birti í dag er vandséð annað en að Icesave hljóti að vera rannsakað sem sakamál.
Reikningar bankans virðast hafa verið falsaðir til að hann gæti haldið áfram starfsemi sinni. Samt hélt hann áfram að safna peningum í gegnum þessa innlánsreikninga – og lána eigendum sínum og vildarvinum eins og enginn væri morgundagurinn.
Og áfram var haldið að safna fé frá almenningi í peningamarkaðssjóði.
Hvað er þetta annað en stórfelld fjársvik? Bankinn var kominn langt út á hættusvæði vegna óráðsíu og spillingar – en hélt samt áfram vitandi að það yrði Ísland og Íslendingar sem tækju skellinn.