Rígur milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar mun aldrei verða til neinnar farsældar, hvort sem það er vegna stjórnlagaþings eða annars. Stundum er líka eins og ákveðnir stjórnmálamenn spili inn á þennan ríg, kannski telja þeir hann góðan til atkvæðaveiða. Yfirleitt vill fólk sem býr í höfuðborginni ekki landsbyggðina feiga og það er ekki afætur. Ekki fremur en fólk sem býr úti á landi er hallærislegra en þeir sem búa í Reykjavík.
Ómar Ragnarsson, sem þekkir Ísland betur en flestir aðrir, skrifar grein um þetta á vefsíðu sína í gær. Um að gera að lesa hana.